Sölu og þjónustusími  

Ýmsar rannsóknir og samanburðarmælingar eru gerðar á gæðum efna frá Efnalausnum, samanborið við beztu efnin á markaðnum og eru mikilvægur hluti af rannsóknum og vöruþróun á okkar hreinsiefnum.  Óháðir aðilar voru m.a. fengnir til að prófa gæði efnanna og einnig fóru fram rannsóknir á tilraunastofu Efnalausna. 

Við hjá Efnalausnum viljum þakka þeim fjölmörgu aðilum og fyrirtækjum sem komu að prófunum á okkar efnum og unnu mjög óeigingjarnt starf. Þetta gerði það að verkum að við gátum þrautprófað vörurnar áður en ákvörðun var tekin um að þær færu í almenna notkun á markaðnum. Þessar góðu móttökur margra eru gott veganesti fyrir nýtt íslenskt fyrirtæki inn á markaðinn þar sem samkeppnin er hörð við m.a. mörg erlend hreinsiefni. All mörg fyrirtæki hafa í kjölfarið tekið efnin í notkun.

Til baka