Sölu og þjónustusími  

Lorem Ipsum

Efnalausnir var stofnað í Reykjavík árið 2010. Fyrstu árin sérhæfði fyrirtækið sig í þróun og framleiðslu hreinsiefna, ráðgjöf, lausnum og þjónustu fyrir matvælaiðnað. Aðal áherslan lögð á Mjólkuriðnað, fiskvinnslu og kjötvinnslu. Frá árinu 2018 hafa Efnalausnir einbeitt sér að samstarfi með stærsta hreinsiefnaframleiðenda Bretlands sem heitir Holchem sem svo sameinaðist fyrirtækinu Kersia sem starfar á alþjóðamarkaði. Efnalausnir er umboðsaðili Kersia á Íslandi og hefur verið frá árinu 2017. Kersia framleiðir hreinsiefni eftir meira en 300 mismunandi formúlum fyrir fjölbreytt þrif og sérhæfa sig í matvælaiðnaðinum víða um heim. Efnalausnir í samvinnu með KERSIA aðstoða viðskiptavini við að bæta þrif og gera þau ódýrari og gera framleiðsluna hagkvæmari. Boðið er upp á námskeið fyrir viðskiptavini um “Eðli og eiginleika hreinsiefna, umgengni og öryggisatriði.” og mörg fleiri námskeið sem tengjast hreinlæti og gæðamálum í matvælavinnslum. Efnalausnir er með rannsóknastofu og skrifstofu í Ármúla 40 í Reykjavík.  Allar frekari upplýsingarar veitir Indriði Björnsson