Sölu og þjónustusími  

Lorem Ipsum

10 ára afmæli.   Efnalausnir  var stofnað árið 2010. Fyrirtækið sérhæfir sig í þróun, framleiðslu, ráðgjöf, lausnum og þjónustu fyrir matvælaiðnað. Aðal áherslan er lögð á Mjólkuriðnað, fiskvinnslu og kjötvinnslu. 

Efnalausnir nota aðeins gæðahráefni í vörurnar frá þekktum erlendum frumhráefnaframleiðendum.

Lögð er mikil áhersla á gæði vörunnar en jafnframt er þess kappkostað að bjóða upp á mjög góð verð án þess að það bitni á nokkurn hátt á gæðum.

Efnalausnir láta gera óháðar samanburðarmælingar á eigin hreinsiefnum við önnur þau efni sem best þykja á markaðnum og þar er krafan að sjálfsögðu að okkar efni séu jafngóð eða betri en þau sem eru fyrir á markaðnum.

Hjá Efnalausnum býr margra ára reynsla á sviði vöruþróunar og gæðaeftirlits. Það er metnaðarmál að formúlurnar séu með mjög mikil gæði en verðin samt sem áður lág með hagkvæmri framleiðslu .   Efnalausnir hafa það að markmiði að aðstoða viðskiptavini við að finna lausnir sem hentar hverjum þeirra.  

Efnalausnir aðstoða viðskiptavini við að bæta þrif og gera þau ódýrari og gera framleiðslu  viðskiptavina hagkvæmari.

Efnalausnir ehf. var stofnað 22. September 2010. Mánuðina á undan var unnið að þróun hreinsiefna og að undirbúningi að stofnun fyrirtækisins.

Stefna fyrirtækisins er að vinna að fagmennsku að hverri vöru og verkefni í náinni samvinnu við viðskiptavininn og veita faglega ráðgjöf og vandaða þjónustu.  

Efnalausnir  bjóða upp á ókeypis þrifaplön og ráðgjöf og er einnig í samstarfi við eitt fremsta fyrirtæki landsins,  varðandi þrifaúttektir og mælingar, t.d. ATP mælingar og Rodacskála mælingar.

Efnalausnir  er með verksmiðju, rannsóknastofu, skrifstofur og lager á Grensásvegi 1Skeifumegin.  Allar frekari upplýsingarar veitir Indriði Björnsson gsm. 8966061 indridi(hjá)efnalausnir.is

Við hvetjum viðskiptavini til að senda okkur góðar ábendingar um þjónustu Efnalausna á netfangið indridi(hjá)efnalausnir.is.

 


 

Indriði Björnsson
Framkvæmdastjóri /Efnafræðingur
Sími: +354 
552 0022


 

Pétur Hjálmtýsson
Fjármálastjóri
Sími: +354 
552 0022