Sölu og þjónustusími  

Nýja sterka kvoðusápan frá Efnalausnum, EL-2X, hefur reynst mjög vel frá því það kom fyrst á markað í september 2011.  Lýsi hf. varð hvatinn að þróun þessa sterka kvoðuhreinsiefnis þar sem hefðbundið kvoðuhreinisefni dugði ekki fyllilega í þeirra vandvirku þrifum. Það var svo eftir ítarlegar prófanir og samanburðarmælingar í verksmiðju Lýsis í samráði við gæðastjóra þeirra að Lýsi tók efnið í almenna notkun í ágúst 2012. Akraborg ehf. var einnig ein af fyrstu verksmiðjunum sem tók þátt í prófunum á kvoðusápunni og var það strax í ágúst 2011 .  Aðrir sem nota efnið eru m.a. loðnubræðslur á Austur og Norðausturlandi og  hausaþurrkanir á  Vesturlandi og Vestfjörðum. Einnig hafa sláturhús notað efnið með góðum árangri.  Efnið er sérlega stöðugt við erfiðar aðstæður í hita og kulda og hefur mikla hreinsihæfni þar sem mikið er um fiskifitu, fiskolíur og harða fitu.

Þann 18 janúar síðastliðinn fluttum við verksmiðjuna í stærra húsnæði að Lyngási 18 í Garðabæ. Starfsemin hófst  strax í nýju húsakynnunum og allt er í fullum gangi. 

 

Fyrstu niðurstöður prófana í matvælavinnslu á nýja sterka kvoðuhreinsiefninu koma vel út og því hefur verið ákveðið að hefja framleiðslu og setja vöruna á markaðinn.  Þetta nýja öfluga hreinsiefni ber heitið EL-2X kvoðuhreinsiefni - tvívirkt.  Þetta hreinsiefni verður góð viðbót í vörulínu Efnalausna sem hefur verið að styrkja sig talsvert undanfarna mánuði.  Í vöruþróunarvinnu er ávallt verið að leitast við að koma til móts við óskir og þarfir viðskiptavina, hafa gæði efnalausnanna í hæsta flokki og verðin í þeim lægsta. Gott samstarf Efnalausna við matvælavinnslur er lykillinn að góðri niðurstöðu og þökkum við okkar viðskiptavinum frábærar viðtökur og vonumst eftir góðu samstarfi áfram.  Efnalausnir munu halda áfram vöruþróunarvinnu fleiri efnalausna og styrkja þannig enn frekar framboðið á íslenskri framleiðsluvöru.

Á rannsóknastofu Efnalausna hefur á undanförnum vikum verið unnið að þróun á nýju mjög sterku Kvoðuhreinsiefni sem ætlað er til þrifa í fisk- og kjötvinnslum, bræðslum, lýsisvinnslum, mjölvinnslum og fleiri stöðum þar sem um sérstaklega erfið og feit óhreinindi er að ræða.  Þetta efni hefur nú verið framleitt í (pilot scale) tilraunablöndu og er að fara af stað í prófanir.  Ef niðurstöður prófana koma vel út verður farið af stað á næstu vikum í framleiðslu og sölu á þessu nýja kvoðuhreinsiefni. Greint verður nánar frá niðurstöðum þegar þær eru tilbúnar.