Sölu og þjónustusími  

Nýlega bættu Efnalausnir við sig stórum og öflugum framleiðslutanki í verksmiðju sína að Keldnaholti og hafa aukið framleiðslugetuna úr ca. 2.000 ltr á dag í 10.000 ltr.  Þetta gerir framleiðsluna mun skilvirkari og eykur möguleikana á meiri sölu og betri þjónustu við viðskiptavinina.  Einnig styrkir þetta stoðir Efnalausna við að hasla sér völl á hinum ýmsu mörkuðum fyrir hreinsiefni til matvælaiðnaðar og til frekari landvinninga á þeim vettvangi. 

Nýtt frá Efnalausnum, Klórsápa.

Efnalausnir hafa þróað á undanförnum mánuðum á rannsóknastofu sinni afar öflugt Klórhreinsiefni.  Efnið sem ber heitið EL- Klórhreinsiefni hefur verið í prófun undanfarnar vikur hjá nokkrum vel völdum matvælavinnslum og hefur komið gríðarlega vel út.  Notendur gefa efninu hæstu einkunn.  Efnið er sterkt sótthreinsandi efni sem ætlað er til nota í matvælavinnslum þar sem ítrasta hreinlætis er krafist. Efnið er tvívirkt þ.e. bæði hreinsar og sótthreinsar, bleikir einnig og eyðir ólykt. EL-Klórhreinsiefnið vinnur mjög vel á erfiðum óhreinindum eins og fitu og próteinum. Þetta nýja efni styrkir vörulínuna frá Efnalausnum enn frekar og fæst efnið á mjög hagstæðu verði.

Efnalausnir hófu nýlega að framleiða og selja  EL-Vítissóda 33% lausn.  Efnið hentar vel í lágfreyðandi kerfi og til hreinsunar á bjórframleiðslutönkum, bakaraofnum, loðnubræðslum og víðar þar sem um erfið þrif er að ræða. Getur einnig hentað við stíflulosun.  Fleiri efni eru á leiðinni frá okkur úr þróun á rannsóknarstofunni og inn á markað innan skamms.

Miðvikudaginn 16 mars munum við bjóða upp á Klór að styrkleika 15%,  í 20-, 200- og 1000 ltr umbúðum. Klórinn verður viðbót í heildar vörulínu Efnalausna til þrifa og sótthreinsunar sem nýtist vel í matvælavinnslum og víðar þar sem miklar kröfur eru gerðar um sótthreinsun.  

Áfram verður svo unnið að frekari viðbótum vörulínunnar og er Klórsápa á lokastigi í þróun á rannsóknastofu okkar og fer í prófun hjá væntanlegum notendum innan skamms. Frekari fréttir af því fljótlega.