Sölu og þjónustusími  

Fyrstu niðurstöður prófana í matvælavinnslu á nýja sterka kvoðuhreinsiefninu koma vel út og því hefur verið ákveðið að hefja framleiðslu og setja vöruna á markaðinn.  Þetta nýja öfluga hreinsiefni ber heitið EL-2X kvoðuhreinsiefni - tvívirkt.  Þetta hreinsiefni verður góð viðbót í vörulínu Efnalausna sem hefur verið að styrkja sig talsvert undanfarna mánuði.  Í vöruþróunarvinnu er ávallt verið að leitast við að koma til móts við óskir og þarfir viðskiptavina, hafa gæði efnalausnanna í hæsta flokki og verðin í þeim lægsta. Gott samstarf Efnalausna við matvælavinnslur er lykillinn að góðri niðurstöðu og þökkum við okkar viðskiptavinum frábærar viðtökur og vonumst eftir góðu samstarfi áfram.  Efnalausnir munu halda áfram vöruþróunarvinnu fleiri efnalausna og styrkja þannig enn frekar framboðið á íslenskri framleiðsluvöru.