Á rannsóknastofu Efnalausna hefur á undanförnum vikum verið unnið að þróun á nýju mjög sterku Kvoðuhreinsiefni sem ætlað er til þrifa í fisk- og kjötvinnslum, bræðslum, lýsisvinnslum, mjölvinnslum og fleiri stöðum þar sem um sérstaklega erfið og feit óhreinindi er að ræða. Þetta efni hefur nú verið framleitt í (pilot scale) tilraunablöndu og er að fara af stað í prófanir. Ef niðurstöður prófana koma vel út verður farið af stað á næstu vikum í framleiðslu og sölu á þessu nýja kvoðuhreinsiefni. Greint verður nánar frá niðurstöðum þegar þær eru tilbúnar.