Nýtt frá Efnalausnum, Klórsápa.
Efnalausnir hafa þróað á undanförnum mánuðum á rannsóknastofu sinni afar öflugt Klórhreinsiefni. Efnið sem ber heitið EL- Klórhreinsiefni hefur verið í prófun undanfarnar vikur hjá nokkrum vel völdum matvælavinnslum og hefur komið gríðarlega vel út. Notendur gefa efninu hæstu einkunn. Efnið er sterkt sótthreinsandi efni sem ætlað er til nota í matvælavinnslum þar sem ítrasta hreinlætis er krafist. Efnið er tvívirkt þ.e. bæði hreinsar og sótthreinsar, bleikir einnig og eyðir ólykt. EL-Klórhreinsiefnið vinnur mjög vel á erfiðum óhreinindum eins og fitu og próteinum. Þetta nýja efni styrkir vörulínuna frá Efnalausnum enn frekar og fæst efnið á mjög hagstæðu verði.