12/28/2012 20:51:11

Nýja sterka kvoðusápan frá Efnalausnum, EL-2X,

hefur reynst mjög vel frá því það kom fyrst á markað í september 2011.  Lýsi hf. varð hvatinn að þróun þessa sterka kvoðuhreinsiefnis þar sem hefðbundið kvoðuhreinisefni dugði ekki fyllilega í þeirra vandvirku þrifum. Það var svo eftir ítarlegar prófanir og samanburðarmælingar í verksmiðju Lýsis í samráði við gæðastjóra þeirra að Lýsi tók efnið í almenna notkun í ágúst 2012. Akraborg ehf. var einnig ein af fyrstu verksmiðjunum sem tók þátt í prófunum á kvoðusápunni og var það strax í ágúst 2011 .  Aðrir sem nota efnið eru m.a. loðnubræðslur á Austur og Norðausturlandi og  hausaþurrkanir á  Vesturlandi og Vestfjörðum. Einnig hafa sláturhús notað efnið með góðum árangri.  Efnið er sérlega stöðugt við erfiðar aðstæður í hita og kulda og hefur mikla hreinsihæfni þar sem mikið er um fiskifitu, fiskolíur og harða fitu.

Til baka

Notendur


Kjötvinnsla


Fiskvinnsla